Svartar hægðir

23.05.2008

Sælar og takk fyrir frábæran vef.

Ég hef tekið eftir því að hægðirnar mínar hafa dökknað mjög mikið og eru nú orðnar svartar. Ég er komin 31viku+ og er ekki að taka neitt járn eða fjölvítamín. Er þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af.

Með von skjót svör.


Sæl!

Þar sem þú ert ekki að taka inn járn og hægðirnar hafa breytt svona um lit þ.e.a.s orðnar svartar að lit, myndi ég mæla með að þú ræddir þetta við lækni í mæðravernd.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
23. maí 2008.