Heil og sæl, ef barn er með mjög þykka skán þá er eins og hún geti ert hárssvörðinn og barnið getur orðið rautt og aumt undir skáninni. Einstaka sinnum getur líka myndast súr lykt ef skánin er mjög þykk. Í langflestum tilfellum finnur barnið samt ekkert fyrir skáninni og oftast nær lagast þetta ástand af sjálfu sér með tímanum án þess að nokkuð sé að gert. Gangi þér vel.