Lýsi og D-vítamín

28.06.2018

Hæhæ um leið og mig grunaði að eg væri ólétt byrjaði eg að taka inn lýsi alla daga (4-5 lýsis perlur á dag) plus það ég tek líka inn D-vítamíntöflu á dag. Þegar ég for í snemmsonar og fékk staðfestingu um þungun þá for ég keypti vítamín sem heitir með barni. Það var sagt mér í dag að a-vítamín og D-vítamín væri slæmt fyrir fóstrið, er það satt? Má ég ekki taka lýsi? ..ef það má á eg þá að sleppa d-vítamíninu? Takk fyrir æðislegan vef Kv ein sem er bara eitt stórt spurningamerki.

Heil og sæl, jú það er mælt með því að taka d vitamín og lýsi á meðgöngunni. Þetta snýst um að taka þessi efni í hófi. Á meðgöngu er konum ráðlagt að taka 600 AE af d vitamíni og konur sem taka lýsi á meðgöngu ættu ekki að taka fjölvítamín sem inniheldur A vitamín. Gangi þér vel.