Spurt og svarað

29. júní 2018

Blóðflokkur

Góðan dag Ég var að spá í hvaða blóðflokk barnið mitt væri, ég er í A blóðflokki og það var sagt á fæðingardeildinni þegar stelpan mín fékk gulu að það væri ekki blóðflokkamisræmi, þýðir það að hún sé í sama blóðflokki og ég? Svo var ég einnig að velta því fyrir mér þar sem mér var gefið blóð eftir fæðingu afþví ég missti svo mikið blóð, þarf ég að segja frá því þegar það eru teknar blóðprufur hjá mér? Ég var nefninlega í blóðsýnatöku til þess að ath Brca gen (rannsókn frá Íslenskri erfðargreiningu) og ég fattaði ekki að láta vita að mér hefði verið gefið blóð. Takk fyrir frábæran vef, bestu þakkir :)

Heil og sæl, það er erfitt að segja til um í hvaða blóðflokki barnið er án þess að hafa þína undirflokka og einnig flokk föðursins. Að ekki sé um blóðflokka misræmi að ræða vísar til rhesus flokka og barnið og þú eruð þá í sama rhesus flokki. Ef ekki er spurt að því hvort þú hafir fengið blóðgjöf þarftu ekki að láta vita, það er spurt út í það þegar það skiptir máli. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.