Jákvætt og neikvætt þungunarpróf

03.07.2018

Hæhæ. Ég var að lenda í því núna 29.júní að fá jákvætt á þungunarprófi, mjög ljós og dauf lína en sást samt sem áður. Ég tók annað próf strax á eftir (sama merki) en það kom neikvætt. Svo tók ég annað próf daginn eftir (sama merki) og annað daginn þar á eftir (annað merki) og þau voru öll neikvæð. Hverju á ég að taka mark á? Af hverju ætti ég að fá jákvætt ef ég er svo ekki ólétt?

Heil og sæl, ef þú hefur fengið mörg neikvæð en bara eitt jákvætt þá er líklega meira að marka þessi neikvæðu. Ég ráðlegg þér að bíða í einhverja daga og endurtaka þá þungunarprófið ef engar blæðingar hafa látið sjá sig. Gangi þér vel.