Engar hægðir

04.07.2018

Sælar Ég er með eina 8 vikna stelpu sem hefur ekki kúkað núna í 16 daga, er það eðlilegt? Hún er bara á brjóstamjólk og kom ekki alveg nógu vel út í seinustu vigtun. En að öllu öðru leyti er hún hress og sefur mjög vel og drekkur vel nema á kvöldin virðist hún verða óþolinmóð á brkòstonu og lengur að drekka, er möguleiki á því að ég framleiði minni mjólk þegar líður á daginn? Kv. Ein í pælingum

Heil og sæl, það gerir ekkert til þó að langt líði milli þess sem börn sem eingöngu eru á brjósti kúki ef hún er kát og glöð. Jú það er alveg rétt hjá þér að framleiðslan getur verið heldur minni á kvöldin en mjólkin þá er stundum feitari og saðsamari. Vertu bara dugleg að hafa hana á brjóstinu og leyfðu henni að drekka eins lengi og hún vill ef þú hefur tíma og tækifæri til þess. Gangi þér vel.