Svartfugl

15.11.2010

Sæl!

Ég borðaði svartfugl í gær og er eitthvað stressuð yfir því, veit ekki af hverju en mér finnst eins og ég hafi heyrt að óléttar konur ættu ekki að borða fuglakjöt á meðgöngu.

Sæl og blessuð!

Það er í góðu lagi að borða fuglakjöt á meðgöngu svo framarlega sem það er ekki hrátt. Það er hins vegar ráðlagt að borða ekki svartfuglsegg oftar en tvisvar í viku vegna kvikasilfurs sem getur verið í miklu magni í eggjum sjávarfugla.

Kær kveðja,
Anna Sigríður Vernharðsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
15. nóvember 2011