Böðrur

04.08.2018

Ég er 21 ára gömul. Þar seinustu blæðingar, fór ég á blæðingar 20 mars og fór ekki aftur fyrr en 25 júní. 20 júní fór ég til kvensa og kom í ljós að ég var með blöðru. Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 25 júní. Ég held að ég sé komin með blöðru aftur. Er það eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af því þetta er tvisvar sinnum í röð sem þetta gerist. Mun þetta hafa áhrif að reyna eignast barn? Maðurinn minn og ég erum að reyna verða ófrísk.

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að ræða þetta mál við kvensjúkdómalækni. Ef þú ert að fá endurteknar blöðrur er möguleiki að þú sért með fjölblöðruheilkenni og ef svo er getur það dregið aðeins úr frjósemi. Það getur því  verið gott að fá greiningu ef það á við. Gangi þér vel.