Úthreinsun

09.08.2018

Sælar, Ég átti barn fyrir tveimur mánuðum og er enn með einhverskonar útferð (gulleit) og hef verið með síðan ég átti - tók strax við af blóðinu - er það eðlilegt eða er þetta eitthvað sem ég þyrfti að láta athuga? Ég rifnaði frekar mikið í fæðingunni og er líka ennþá aðeins aum á einum stað þarna niðri - þannig að mig svíður stundum smá þegar ég pissa - aftur sama spurning - þarf ég að láta kíkja á þetta? Bestu kveðjur

Heil og sæl, jú ég ráðlegg þér að leita til læknis og láta skoða þig. Gangi þér vel.