Spurt og svarað

13. ágúst 2018

Svefn, brjóstagjöf og þyngd

Hæ 10 vikna dóttur mín er byrjað að sofa í gegnum nóttina sem er alveg æðislegt. Hinsvegar þyngjast hún ekki nóg (ca. 100g/viku á meðaltali). Hún hefur verið að sofna milli 21.30 og 22.30 og sefur svo til um 4.30-5.00. Stundum bara rétt rumska hún en ég hef þá samt tekið hana og gefið henni brjóst. Hún sefur svo aftur til 8.30-9.00. Er það í laginað leyfa hana sofa svona lengi þegar þyngdar aukningin er ekki meira? Á ég að leyfa hana að sofa en lengra eða ennþá taka hana up um 5 ef ég heyri smá í hana? Hún er vær og glöð á daginn, tekur nokkra stutta lúra og gjarna eina langan. Er svo oft með einhver kveisu einkinni um kvöldið áður en hún sofnar. Kúkar um 3svar á dag, pissar mikið og æli einstaka sinnum. Fær nánast bara brjóstamjólk. Vona þetta er réttaog nóg af upplýsingar :) MFÞ. Ida

Heil og sæl, það er gott að heyra hvað allt gengur vel. Ef dóttir þín er glöð og kát, vær og góð og þroskast eðlilega er ekki ástæða til að hafa áhyggjur. Þú getur rætt málið frekar við ungbarnaverndina þegar hún fer í 12 vikna skoðun, það er stutt þangað til en eins og þú lýsir henni þá virðist allt vera í himnalagi. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.