Er barnið mitt að drekka of mikið?

15.08.2018

Góðan daginn, Ég á fjögurra vikna stelpu og hef ekki verið að mjólka nóg þannig að strax frá upphafi hefur hún verið að fá pela af NAN mjólk eftir að hún hefur drukkið af báðum brjóstum hjá mér. Þetta plan gerði ég í samráði við ljósmóður og hefur verið að virka vel en rosalega misjafnt er hversu mikið hún þarf að drekka af pelanum eftir brjóstin, stundum nægja 40 ml á meðan stundum getur hún drukkið 120 ml sem er í raun full gjöf á pela fyrir barn á hennar aldri. Núna síðustu tvo daga hefur hún hins vegar verið með í maganum og búin að kúka mjög oft og mikið, yfirleitt í gegnum fötin og hún hefur því drukkið mikið og sofið lítið. Í gær fór hún svo loksins að hressast nema hvað að í gærkvöldi vildi hún drekka stanslaust og sama hvað ég gaf henni, þá kláraði hún það og hélt svo áfram að sjúga á sér hendurnar og leita af brjósti þangað til ég gaf henni meira. Ég reyndi hvað ég gat að halda henni án þess að gefa henni meira en þegar bugunin náði hámarki gaf ég henni eins og hún vildi þangað til hún sofnaði. Ég hugsa að hún hafi kannski verið að drekka svona tæpa 400 ml af brjóstamjólk og nan í bland á ca 5-6 klukkustundum frá ca 18:30 til 01:00. Núna morguninn eftir er ég hins vegar með móral yfir því að kannski hafi hún fengið alltof mikið að drekka í nótt og að það hafi að einhverju leyti skaðað hana, þess vegna vill ég spyrja hvort barnið geti hlotið skaða af því að drekka of mikið eina nótt? eða hvort hún hafi mögulega ekkert verið að drekka of mikið heldur þurft að vinna upp eftir kveisuna og alla hægðalosunina? Hún pissaði líka mjög mikið síðustu daga.

Heil og sæl, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að gefa henni allof mikið svona í eitt skipti amk. Það besta í stöðunni er að vigta hana og skoða þyngdaraukninguna og sjá hvort það er eftir kúrvu eða ekki. Gangi þér vel.