Brjóstagjöf og kvíði

17.08.2018

Sælar kæru ljósmæður, Nú er ég hætt með dóttur mína á brjósti (13 mánaða) allt í einu er ég farin að upplifa kvíðatilfinningu yfir athöfnum sem aldrei hafa vakið kvíða áður, ég er að velta því fyrir mér hvort það geti tengst, það eru tíu dagar síðan hún hætti alveg. Kveðja

Heil og sæl, það er hugsanlegur möguleiki að þessi breyting sé völd að þeim kvíða sem þú finnur fyrir. Ég ráðlegg þér að leita ráða til að laga kvíðann eins fljótt og auðið er til að ástandið verði ekki viðvarandi. Gangi þér vel.