Spurt og svarað

17. ágúst 2018

Brjóstagjöf og kvíði

Sælar kæru ljósmæður, Nú er ég hætt með dóttur mína á brjósti (13 mánaða) allt í einu er ég farin að upplifa kvíðatilfinningu yfir athöfnum sem aldrei hafa vakið kvíða áður, ég er að velta því fyrir mér hvort það geti tengst, það eru tíu dagar síðan hún hætti alveg. Kveðja

Heil og sæl, það er hugsanlegur möguleiki að þessi breyting sé völd að þeim kvíða sem þú finnur fyrir. Ég ráðlegg þér að leita ráða til að laga kvíðann eins fljótt og auðið er til að ástandið verði ekki viðvarandi. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.