Spurt og svarað

20. ágúst 2018

Barnid sefur óvenju mikid

Hæhæ ég er med einn sem er 6vikna og 3 dagar og hann hefur seinustu tvo daga sofid meira og minna allan sólahringin. Hann er búin ad vaka max 1 klt í einu og er búin ad vaka um 3 tíma yfir allan daginn. Hann drekkur alveg nóg og rumskar adalega til ad komast á brjóst. Hann er ekki vanur ad sofa svona rosalega mikid yfir daginn.

Heil og sæl, ef að þetta er mikil breyting á hegðun hans þá þarf að athuga það nánar. Það er að vísu mjög gott merki að hann vaknar sjálfur til að fara á brjóst og drekkur vel en ef að hann er ennþá ólíkur sjálfum sér þá ráðlegg ég þér að láta skoða hann. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.