Barnid sefur óvenju mikid

20.08.2018

Hæhæ ég er med einn sem er 6vikna og 3 dagar og hann hefur seinustu tvo daga sofid meira og minna allan sólahringin. Hann er búin ad vaka max 1 klt í einu og er búin ad vaka um 3 tíma yfir allan daginn. Hann drekkur alveg nóg og rumskar adalega til ad komast á brjóst. Hann er ekki vanur ad sofa svona rosalega mikid yfir daginn.

Heil og sæl, ef að þetta er mikil breyting á hegðun hans þá þarf að athuga það nánar. Það er að vísu mjög gott merki að hann vaknar sjálfur til að fara á brjóst og drekkur vel en ef að hann er ennþá ólíkur sjálfum sér þá ráðlegg ég þér að láta skoða hann. Gangi þér vel.