Brjóstargjöf og fæðurbótaefni

22.08.2018

Góðan daginn Ég er með eina 4 vikna á brjosti og stefni á því bráðlega að fara hreyfa mig eitthvað af viti og var að pæla með fæðurbótaefni eins og Glutamine og Bcaa og þess háttar. Má taka eitthvað af þessu inn á meðan maður er með barn á brjósti? Og annað, heimaljósan mín talaði um að það væri í lagi að fá sér einn og einn orkudrykk annað slagið, er það rétt.

Heil og sæl, það er ekki mælt með því að vera að taka inn fæðubótaefni á meðan barnið er á brjósti. Þú skalt endilega byrja að æfa en etv. geyma efnin þar til barnið hættir á brjósti. Það fer eftir því hvað orkudrykkurinn inniheldur hvort er í lagi að fá sér hann eða ekki. Suma orkudrykki er í lagi að drekka öðru hvoru. Gangi þér vel.