Mjög sein en neikvæð próf

22.08.2018

Sælar og takk fyrir frábæran vef. Mig langar til að spyrja, ég er 20 daga of sein að byrja á blæðingum en hef fengið tvö neikvæð þungunarpróf. Ég er með frekar langan tíðahring, 38-45 dagar en þetta er komið í 65 daga núna. Ég er 22 ára og á engin börn. Hvað er best að gera?

Heil og sæl, þú getur beðið aðeins lengur og séð til hvort blæðingar skila sér t.d. þegar þú ættir næst að byrja. Hinn möguleikinn er að ráðfæra sig við kvensjúkdómalækni. Gangi þér vel.