Að liggja á maganum

23.08.2018

Góðan dag Núna á ég eins og hálfs mánaða gamlan dreng sem fær eingöngu þurrmjólk að drekka vegna erfiðleika við brjóstagjöf. Hann er búin að vera órólegur í maganum síðustu daga og vill helst vera á maganum, þegar maður heldur á honum virðist honum liða best þegar hann fær að hvíla á bringunni minn. Til þess að róa hann til svefns sérstaklega á daginn hefur mér fundist virka að setja hann á magan og strjúka bakið. Þá telur hann snudduna sáttur og róast yfirleitt um leið og stofnar. Nú spyr ég, er mér óhætt að labba frá honum, fá mér morgunmat og þess háttar. Ég spyr því það er talað um að ef þau liggja á maganum geti það leitt til vöggudauða og ætla ég ekki að lenda í því.

Heil og sæl, það er erfitt að svara þessu. Eins og þú veist er ekki mælt með að börn sofi á maganum svo það er erfitt að segja hve mikið má af þeim líta á meðan. Ég tel samt að þér sé óhætt að fara t.d. á WC. Svo má benda á að mörg börn sofa í færanlegum vöggum og það má hugsa sér að draga hann með þér um íbúðina þau skipti sem hann sefur á maganum.  En semsagt það er engin algild regla um hvað sé óhætt og hvað ekki í þessu máli. Gangi þér vel.