Hreyfing, Fótbolti eftir keisara

23.08.2018

Góðan daginn Ég er að velta fyrir mér hversu lengi eftir keisara ég á að bíða áður en ég má fara að fara í ræktina og hversu lengi ég á að bíða með að fara í fótbolta. Ég var hraust alla meðgönguna og er hraust nuna, finn auðvitað fyrir því að ég hafi verið skorinn og er stundum aum þar í kring. Hvernig veit ég að allt þarna inni er gróið og tilbúið í hreyfingu. Vil ekki fara að rífa eitthvað upp.

Heil og sæl, í gamla daga var talað um að sængulegan væri 6 vikur og það er ágætt að miða við amk. þann tíma. Það er einstaklingsbundið hvenær líkaminn er tilbúinn. Þar sem þú fórst í keisara ráðlegg ég þér að fara hægar af stað og hlusta vel á líkama þinn. Þú getur smá aukið álagið í rólegheitum. Gangi þér vel.