Spurt og svarað

23. ágúst 2018

Hreyfing, Fótbolti eftir keisara

Góðan daginn Ég er að velta fyrir mér hversu lengi eftir keisara ég á að bíða áður en ég má fara að fara í ræktina og hversu lengi ég á að bíða með að fara í fótbolta. Ég var hraust alla meðgönguna og er hraust nuna, finn auðvitað fyrir því að ég hafi verið skorinn og er stundum aum þar í kring. Hvernig veit ég að allt þarna inni er gróið og tilbúið í hreyfingu. Vil ekki fara að rífa eitthvað upp.

Heil og sæl, í gamla daga var talað um að sængulegan væri 6 vikur og það er ágætt að miða við amk. þann tíma. Það er einstaklingsbundið hvenær líkaminn er tilbúinn. Þar sem þú fórst í keisara ráðlegg ég þér að fara hægar af stað og hlusta vel á líkama þinn. Þú getur smá aukið álagið í rólegheitum. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.