Spurt og svarað

03. janúar 2007

Svefnstellingar

Ég las hérna svar frá ykkur við fyrirspurn einnar sem var komin 20 v á 
leið að það væri ekki ráðlegt að sofa á maganum þegar kúlan væri orðin
stór, enda væri það svo óþægilegt að það gæti það enginn hvort sem er.

Nú er ég komin 33v á leið og með mjög stóra kúlu. Ég sef alltaf á maganum
og á sitthvorri hliðinni til skiptis. Þegar ég sef á maganum þá hvílir
mesti þunginn öðrum meginn á mjöðminni og þá er ég með fótinn/hnéð upp
hinum meginn (vona að þið skiljið). Ég hef oft verið að velta því fyrir
mér hvort ég sé að skaða barnið með þessum svefnstellingum en hef hingað
til talið það útilokað þar sem barnið á að vera svo vel varið þarna inni.
Hreyfingar hjá barninu mínu eru góðar og hjartslátturinn líka. Svo
spurningin mín er - er slæmt fyrir barnið að ég sofi svona á maganum?

Kærar þakkir fyrir góðan vef!


Sæl og blessuð!

Mér heyrist á lýsingum þínum að þú liggir ekki ofaná kúlunni, heldur meira á mjöðminni öðru megin. Ef þér líður vel í þessari stellingu og barnið þitt hreyfir sig vel þá ætti þetta að vera allt í lagi.  Það kemur svo örugglega af sjálfu sér þegar kúlan stækkar meira að þér fer að finnast þessi stelling óþægileg og þú færir þig meira upp á hliðina.

Bestu kveðjur og sofðu rótt!
Halla Björg Lárusdóttir
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
2.janúar, 2007.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.