Bakverkir og sjúkraþjálfun

27.06.2013
Komið sæl.
Ég er farin að finna fyrir verkjum í mjóbakinu þegar ég geng og langar að komast sem fyrst til sjúkraþjálfara. Er einhver sjúkraþjálfari eða stofa sem þið mælið með á meðgöngu?
kkv. MargrétSæl Margrét
Ég vil byrja á að benda þér á bæklinginn „
Verkir í mjóbaki og mjaðmagrind á meðgöngu“ hér á síðunni. Ef þú telur þig þurfa á sjúkraþjálfun að halda þarft þú þarft að hitta lækni í þinni mæðravernd til að fá beiðni fyrir sjúkraþjálfun. Flestar stofur hafa sjúkraþjálfara sem er með góða reynslu af meðgöngu. Við höfum ekki ráðlagt eina stofu umfram aðra, ég ráðlegg þér að hafa samband við stofu í nágreni við þig og spyrjast fyrir.
Gangi þér vel.

 

Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
27. júní 2013