Spurt og svarað

05. september 2018

Gular vatnskenndar hægðir

Sælar Ég er með 11 daga gamalt barn sem er eingöngu á brjósti. Brjóstagjöfin rúllaði strax fínt af stað. Síðan á ca degi 3 breyttust hægðir hennar í gular vatnskenndar hægðir og hefur verið þannig siðan(finnst ég sammt varla geta kallað þetta hægðir finnst þetta það lítið), síðan fyrir ca 4 dögum þa fór hun að byrja að rembast mikið og spennist upp, algjör vanlíðan, sem hefur síðan aukist á þessum 4 dögum og er farið að taka meiri svefn af henni. Hún á það alveg til að liggja með lokuð augun en maður heyrir stannslaust í henni, rembing og svona vanlíðunar hljóð, og stundum herpist hún saman (fæ á tilfinninguna að það sé svipað eins og þegar ég fæ ristilkrampa) ... hvað getur verið að sé að angra hana? Þarf ég að breyta og bæta mína fæðu? Hvernig þá?

Heil og sæl, vatnskenndar gular hægðir með kornum í eru eðlilegar hægðir fyrir lítið brjóstabarn. Sjáðu til hvað hún hefur þyngst næst þegar hún verður viktuð. Stundum rembast og stynja börn mjög mikið án þess að neitt sé að, sérstaklega þau sem þyngjast mikið. Þú getur haft samband við ungbarnaverd á heilsugæslustöðinni þinni, líklega koma þau fljótlega í vitjun til þín og beðið þau um að meta barnið með þér. Gangi ykkur vel.  

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.