Hálsbrjóstsykur

05.09.2018

Var að heyra að það mætti ekki borða svoleiðis á meðgöngu og ég er örugglega búin með heilann poka þar sem ég er búin að vera með mikla hálsbólgu.. er komin 23 vikur. Hvaða áhrif hefur það á barnið 

Heil og sæl, áhrif hálsbrjóstsykurs á barn í móðurkviði eru ekki þekktar en svo er líka það að ekki er allur hálsbrjóstsykur með sömu innihaldsefni. Ef að ekki eru viðvaranir á umbúðum um að konur á meðgöngu eigi að forðast brjóstsykurinn ætti þér að vera óhætt að nota hann. Hafðu því ekki frekari áhyggjur af þessu. Gangi þér vel.