Súr lykt af endaþarmi

07.09.2018

Sælar, ég hef verið að finna skrítna og súra lykt af klofinu mínu nýlega og hélt alltaf að það væri að koma úr leggöngum en ég var að finna það út núna að það kæmi frá endaþarmi. Hvað gæti það verið? Ég fæ líka kláða af og til. Ég hélt kannski að þetta væri sveppasýking en svo er ég búin að lesa að sveppasýking í endaþarmi lýsir sér eins og gyllinæð. Þetta kom nokkrum mánuðum eftir fæðingu þannig ég býst ekki við að þetta sé tengt því. Fyrirfram þakkir!

Heil og sæl, ef að vond lykt er af þér ráðlegg ég þér eindregið að leita læknis. Vond lykt er oft vísbending að um sýkingu af einhverskonar tagi gæti verið á ferðinni. Gangi þér vel.