túrverkir

07.09.2018

Góðan dag. Ég tók þungunarpróf fyrir um viku síðan sem sýndi jákvætt og mikil gleði með það. Samkvæmt síðunni hérna þá er ég komin rúmar 6 vikur á leið, ég er samt sem áður búin að vera með túrverki síðan ég átti að byrja á túr, og alltaf svona einsog ég sé alveg að fara byrja. Nú er ég bara stressuð hvort þetta sé eðlilegir verkir svona snemma útaf stækkun á leginu eða hvort eitthvað gæti verið að? bestu kveðjur og þakkir

Heil og sæl og til hamingu, það er ekki óalgengt að finna fyrir túrverkjum í upphafi meðgöngu, ef engin blæðing fylgir er ekki ástæða til að aðhafast neitt í málinu. Gangi þér vel.