Spurt og svarað

07. september 2018

Blóðtappi?

Sæl Ég er að velta því fyrir mér hvort ég þurfi á frekari skoðun að halda. Ég átti tvíbura fyrr á árinu og rétt eftir fæðingu fæ ég verk í brjóstkassann og fannst eins og ég gæti ekki dregið djúpt andann. Ef ég andaði djúpt þá hóstaði ég. Mér fannst læknarnir ekki mikið vera að hlusta á mig þegar ég nefndi þetta en í framhaldinu fæ ég inflúensu og sýkingu og ligg inni í meira en viku á sængulegudeildinni. Ég var samt send í lungnamyndatöku til að athuga blóðtappa en það var eftir marga daga. Það sást ekkert en þessi þyngsli héldu áfram í þó nokkurn tíma eftir fæðingu. Ég hef áhyggjur af því að þetta hafi verið blóðtappi sem ekki hefur sést á mynd. Ætli ég sé í áhættu á að fá aftur blóðtappa ef þetta var tappi? Ætti ég að láta athuga þetta nánar eða eru blóðtappar í tengslum við meðgöngu og fæðingu eitthvað sem getur gerst þá og ekki eitthvað sem ætti að koma fyrir aftur? Kveðja Ein stressuð

Heil og sæl, það er því miður ekki hægt að svara spurningu þinni með vissu en fyrst að ekkert fannst við legu þína á sjúkrahúsinu er ekki líklegt að um blóðtappa hafi verið að ræða. Þú getur rætt málið við heimilislækninn þinn og farið yfir sögu þína, það getur hugsanlega gefið þér skýrari svör. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.