Spurt og svarað

10. september 2018

Óreglulegar blæðingar en áður reglulegar, ætti ég að hafa áhyggjur?

Hæ Ég átti barn fyrir 20 mánuðum og byrjaði á túr ca. 9 mánuðum seinna. Áður en ég varð ólétt þá fór ég alltaf á túr á 29 daga fresti en núna er ég mjög óregluleg: getur einn mánuðinn liðið 25 dagar á milli og þann næsta 32 dagar. Á ég að hafa áhyggjur af þessu? Ef svo er ætti ég að leita til heimilislæknis eða kvennsjukdómalæknis? Ég er 36 ára og væri til í að reyna að eignast annað barn á næsta ári en hef smá áhyggjur að þessar óreglulegu blæðingar séu fyrirboði snemma tíðarhvarfa eða einhvers annars sem gæti minnkað líkur á þungun (síðast tók það 5 mán að verða ólétt, bæði þegar ég missti fóstur og þegar tókst) . Veit ekki hvort skiptir máli en barnið er enn á brjósti og ég hef ekki notað hormónagetnaðarvarnir í yfir 3 ár. Fyrirframþakkir!

Heil og sæl, meðan þú ert með barnið á brjósti þá getur það haft áhrif á hormónin hjá þér. Sjáðu til þar til þú ert hætt með brjóstagjöf og ef tíðahringurinn nær ekki reglu þá getur þú ráðfært þig við kvensjúkdómalækni. gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.