Koffein Apofri

10.09.2018

Góðan dag! Vildi athuga hvort það sé þekkt að ófrískar konur séu að nota Koffein Apofri töflur ? En ég drekk ekki kaffi og hef þurft að hætta að drekka amino og nocco fyrir æfingar en vantar stundum smá kick. Ef ekki er eitthvað annað sem mælt er með eða má neyta amino/nocco í hófi ? kv.

Heil og sæl, framleiðandi Koffein Apofri mælir ekki með notkun þeirra á meðgöngu. Við getum því ekki ráðlagt það. Gangi þér vel.