Brjóst

11.09.2018

Hæhæ er eðlilegt að finna ekki strax fyrir breytingum í brjóstunum? Er ekki búin að fara á blæðingar í 1 og hálfan mánuð. Er búin að taka 3 próf en þau voru öll neikvæð.

Heil og sæl, ef þú ert með 3 þungunarpróf neikvæð þá eru litlar líkur á því að þú sért ófrísk. Ég ráðlegg þér að ráðfæra þig við kvensjúkdómalækni ef engar blæðingar gera vart við sig á næstunni. Gangi þér vel.