Út að labba?

17.09.2018

Hvenær er ohætt að fara með nýbura út að labba eftir fæðingu ?

Heil og sæl, það sem var haft til hliðsjónar var að barnið væri orðið amk. 4 kg. eða 2 vikna. Það þarf þó að viðhafa vissa skynsemi í þessu. Það er ágætt að miða við veður skilyrði og að barnið sé farið að þyngjast vel og að brjósta/pela gjöf gangi vel. Semsagt ef að barnið þyngist og dafnar vel og veðrið er sæmilegt er hægt að fara í göngutúr en þá er barnið væntanlega orðið amk. 2 vikna hvort eð er. Gangi ykkur vel.