Spurt og svarað

18. september 2018

Ógleði og verkir í brjóstum

Góðan dag Hvað þarf maður að vera komin langt á leið til að fá niðurstöðu á þvagprufu? Og ef svo kemur jákvætt er þá eðlilegt að finna fyrir ógleði og verkjum í brjóstum strax í byrjun...þau eru lika að verða harðari með tímanum. Er búin að vera með verki í brjóstunum í 2 vikur en ógleðin er byrjuð að koma núna kvölds og morgna en æli samt ekki.

Hei og sæl, þegar þú ert komin nokkra daga framyfir ættir þú að fá jákvæða niðurstöðu í þungunarprófi ef þú ert ófrísk. Þungunareinkenni geta farið að koma fram um ca. 6 vikur það er þó mjög einstaklingsbundið bæði hvað konur fá mikil einkenni og einnig hvenær þeirra verður vart. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.