Ógleði og verkir í brjóstum

18.09.2018

Góðan dag Hvað þarf maður að vera komin langt á leið til að fá niðurstöðu á þvagprufu? Og ef svo kemur jákvætt er þá eðlilegt að finna fyrir ógleði og verkjum í brjóstum strax í byrjun...þau eru lika að verða harðari með tímanum. Er búin að vera með verki í brjóstunum í 2 vikur en ógleðin er byrjuð að koma núna kvölds og morgna en æli samt ekki.

Hei og sæl, þegar þú ert komin nokkra daga framyfir ættir þú að fá jákvæða niðurstöðu í þungunarprófi ef þú ert ófrísk. Þungunareinkenni geta farið að koma fram um ca. 6 vikur það er þó mjög einstaklingsbundið bæði hvað konur fá mikil einkenni og einnig hvenær þeirra verður vart. Gangi þér vel.