Nætursvefn og rútínur

19.09.2018

Ég er með strák sem er að verða 2 mánaða bráðum og hefur sofið upp í hjá okkur í hreiðri frá fæðingu, þar sem hann er kveisubarn þá er það þæginlegast fyrir mig þar sem hann er að sofna kl 02 á næturnar, verður rosa erfitt fyrir mig að fara venja hann á að sofa í vöggunni sinni á næturnar og er ég alveg búin að spilla honum? Hafði hugsað mér að byrja láta hann sofa þar þegar hann væri orðin betri á kveisunni og hættur að gráta svona á kvöldin. Myndiru mæla með að byrja bara á því strax eða er í lagi að byrja á því þegar hann er betri? Takk fyrir góða síðu

Heil og sæl, þú verður að meta það svolítið sjálf hvort þér finnst hann tilbúinn. Það mun alltaf taka einhvern tíma fyrir hann að aðlagast að fara í vögguna sína og hann mun líkast til ekki vera alveg kátur með það til að byrja með. Ef þú ert með vögguna alveg við hlið þér og jafnvel heldur í hönd hans þá ætti hann að venjast þokkalega fljótt. Þú þekkir barnið þitt best og finnur örugglega fljótt út hvað virkar best á hann. Gangi þér vel.