Spurt og svarað

19. september 2018

Langar brjóstagjafir

Hæhæ ég eignaðist dóttur mína fyrir mánuði síðan og hefur brjóstagjöfin gengið upp og niður. Hefur ekki gengið nógu vel að setja hana á brjóstið, hún dettur alltaf af. Hef notast við mexicohattinn því hún dettur alltaf af. Hún drekkur á sirka 3 tíma fresti í 2 tíma í senn en á kvöldin drekkur hún frá 18-24 með nokkrum pásum því ég þarf að borða og pissa. Nú spyr ég hvort að þessar ofurgjafir á kvöldin geti talist eðlilegar. Hún vex og dafnar eðlilega skv mælingum. kv ofurþreytt móðir sem er farin að hallast að pelum

Heil og sæl, ég skil vel að þú sért orðin þreytt þar sem að mikill tími fer í gjafir. Það er erfitt að ráðleggja þér hér þar sem það þarf að meta ástandið með berum augum svo að segjá. Ég ráðlegg þér því að fá þér tíma hjá brjóstagjafaráðgjafa og fá svolitla hjálp. Þú færð upplýsinar um brjóstagjafaráðgjafa á síðunni http://brjostagjafaradgjafi.is/brjostagjafaradgjafar-ibclc/ Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.