Spurt og svarað

21. september 2018

Sveppasýking á allra fyrstu vikum meðgöngu

Nú erum við maðurinn minn að reyna að eignast barn (fyrsti tíðahringur í reyneríi) og eftir um viku ætti ég að taka þungunarpróf. Síðasta barn kom eftir fyrstu tilraun svo það gæti allt eins verið að takast núna líka. Kemur í ljós :) Ég er núna komin með sveppasýkingu hinsvegar og er búin að vera að fá svoleiðis frekar oft undanfarna 2 mánuði. Canesten (stíll og krem) hefur hingað til verið að virka ágætlega ásamt Flucanozol hylki (150 mg) en nú er ég smeyk um að nota þetta tvennt EF það skyldi vera að frjóvgast og þessi lyf kæmu í veg fyrir það? Svo mín spurning er, hvað er óhætt að nota á þessu stigi “meðgöngu” ef svo mætti kalla? Ég hef áður verið krónísk með sveppasýkingar og var til að mynda á fyrirbyggjandi lyfjameðferð í rúmt ár (Flucanozol hylki á 3ja vikna fresti). Ég vil alls ekki lenda þar aftur :( Bestu kveðjur og takk fyrir frábæran vef!

Heil og sæl, meðan þú veist ekki hvort þú ert ófrísk er þér alveg óhætt að nota Canesten. Ég ráðlegg þér hinsvegar ef þú ert að fá þetta margendurtekið að ræða málið annaðhvort við ljósmóður í meðgönguvernd (ef þú ert orðin ófrísk) eða heimilislækni/kvensjúkdómalækni til að reyna að uppræta vandann. GAngi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.