Notkun sertral og brjóstagjöf.

22.09.2018

Góðann dag. Ég fékk uppáskrifað þunglyndislyfið sertral við fæðingarþunglyndi. Er í lagi að nota lyfið sertral á meðan á brjóstagjöf stendur ? Hefur það áhrif á barnið og þá hvernig ?

Heil og sæl, ef læknirinn hefur vitað að þú værir með barn á bjósti þá hefur hann metið það svo að það væri betra að þú tækir lyfið heldur en ekki. Ekki eru til upplýsingar um hvaða áhrif lyfið kann að hafa á barnið. Sjá fylgiseðil ef þér þykir óþægilegt að taka lyf sem þú ert ekki alveg viss um, ráðlegg ég þér að ræða málið betur við lækninn þinn. Gangi þér vel.