Grindarbotnskúlur

27.09.2018

Góða kvöldið Mælið þið með að nota grindarbotnskúlur eftir meðgöngu? Og hver er munurinn á græju með einni eða tveimur kúlum? Kv. Ein með 9 mánaða gamalt barn og grindarbotninn enn ekki orðinn nógu sterkur.

Heil og sæl, ef þú ert búin að gera grindarbotnsæfingar og ganga og hreyfa þig í þessa mánuði síðan þú eignaðist barnið en grindarbotninn er samt ekki orðinn nægjanlega sterkur er í lagi að prófa kúlurnar. Ef þú ert ekki búin að vera nægjanlega dugleg við grindarbotnsæfingar skaltu fyrst byrja á að herða þig í þeim og sjá hvort það dugar ekki til. Grindarbotnsæfingar sem gerðar eru samviskusamlega virka ótrúlega vel.  Gangi þér vel.