Fæðingarþunglyndi feðra

05.10.2018

Hæhæ. Ég og konan fengum lítið krýli fyrir um 1 og hálfu ári síðan, og var það ein stærsta og besta upplifun sem ég hef upplifað. Nema núna undanfarið er ég búinn að vera rosalega þungur á mér, erfitt að borða, sef lítið, hrekk upp ef litli er sofandi og er bara að hreyfa sig, hugsa mjög neikvætt og engin orka til staðar. Þurfti að hætta í vinnunni því ég lenti í breakdown í gær, grjét og grjét og skyldi ekki afhverju. Ég og konan fórum að tala saman og hún átti 2 börn fyrir. Sagði hún mér að þetti lýsti sér allveg eins hjá henni þegar hún fékk fæðingarþunglyndi með eldri börnin. Hvað er til ráða og hvernig er hægt að ná bata? 

Heill og  sæll, ég ráðlegg þér að leita ráða hjá heimilslækni þínum við fyrsta tækifæri. Það þarf að greina hvað er á ferðinni hjá þér og ákveða hjálp og hvað er til ráða út frá því. Gangi þér vel.