Krem með E-vítamíni

05.10.2018

Sælar, Er öruggt að nota krem sem er “enriched with vitamin E”, ef maður er að taka omega3 forte sem er með D og E vítamíni? Er einhver hætta fólgin í of miklum E vítamín skammti?

Heil og sæl, það ætti að vera öruggt að nota krem þó að eitthvað finnist af E vitamíni í því. Best er að skoða hve mikið innihald er í því sem þú ert að taka/bera á þig og sjá þá hvort skammtar eru ekki ásættanlegir. Gangi þér vel.