Harðlífi á meðgöngu

06.10.2018

Hæhæ, ég er komin 26v á leið og er í fyrsta skipti að fá harðlífi á meðgöngu og veit því litið um þetta, Hvað get ég gert til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur? Ég æli ef ég reyni að borða sveskjur eða drekka sveskjusafa ertu til fleiri gömul “húsráð” ? Eða kannski einhvað lyf sem ég má taka til þess að fá mýkri hæðir?

Heil og sæl, það er gott að drekka nægjanlegan vökva, forðast mjólkurvörur, hvítt brauð og pasta.  Það er mikilvægt að auka trefjar í matnum  svo sem eins og grænmeti af öllu tagi, ávexti og gróf brauð. Svo eru til hægðalyf sem er hægt að taka ef þú nærð ekki að laga þetta með mataræðinu. Ég ráðlegg þér að ræða það við ljósmóðurina þína í meðgönguverndinni. Gangi þér vel.