Doði eftir mænudeyfingu vegna keisara

07.10.2018

Hæ. Var send í bráðakeisara fyrir 3 dögum en ákvað að drífa mig heim til að geta verið líka með eldra barninu. Fékk með mér oxycontin verkjalyf sem ég er skíthrædd við að taka og því frekar aum. Hversu hættulegt er þetta lyf fyrir mig og hana? En aðallega þá er ég líka alveg dofin ofarlega á rassinum og mjóbaki. Er það aukaverkun af deyfingunni? OG hvað má reikna með að það verði lengi. bkv

Heil og sæl, varðandi oxycontin lyfið þá ráðlegg ég þér að taka það eins og leiðbeiningar segja til um. Þú ert nýbúin í frekar stórri skurðaðgerð og því er eðlilegt að þú þurfir nokkuð sterk verkjalyf. Þetta væri ekki notað ef þetta væri hættulegt fyrir móður og barn. Það er mjög stutt síðan þú varst í aðgerðinni svo að dofinn kemur ekki á óvart. Það tekur líkamann mislangan tíma að jafna sig eftir svona erfiði eins og fæðing og keisari er en þú ættir samt að finna mun í rétta átt á hverjum degi. Ég ráðlegg þér að ræða málið við heimaþjónusuljósmóðurina þína. Gangi þér vel.