Sykurþolspróf - viðmið

08.10.2018

Góðan dag og takk fyrir góðan vef, Ég er nú ólétt að mínu öðru barni en það eldra er 5 ára. Þegar ég var ólétt síðast fór ég í sykurþolspróf á 27. viku sem kom mjög vel út. Síðan þá finnst mér ég hafa heyrt að viðmiðin hafi lækkað. Á netinu fann ég klínískar leiðbeiningar frá 2012 og þá talað um að viðmiðin séu 5,1 fastandi, 10 eftir 1 klst og 8,5 eftir 2 klst. Er búið að breyta þessu í dag og ef svo er hver eru nýju gildin?

Heil og sæl, viðmiðin eru óbreytt frá 2012 svo þú getur horft á gildin síðan þá. Gangi þér vel.