Grindargliðnun

08.10.2018

Ef þú færð grindargliðnun á fyrstu meðgöngu, er það þá alltaf þannig að á næstu meðgöngu þá genguru í gegnum það sama? eða er mögulegt að komast í gegnum aðra meðgöngu án þessara ofboðslegu grindarverkja?

Heil og sæl, því miður er það þannig að það eru miklar líkur á að grindargliðnun geri aftur vart við sig í næstu meðgöngu ef þú hefur grindargliðnun á annað borð. Það er mikilvægt að læra strax að hreyfa sig á "réttan" hátt til að draga úr einkennum, það er ekki hægt að lækna grindargliðnun fyrr en meðgöngu líkur en það er hægt að læra inn á hana til að gera einkenni viðráðanlegri. Það er hægt að ræða það mál við ljósmóðurina þína í meðgönguverndinni eða fá tíma hjá sjúkraþjálfara til að læra hvernig best er að beita líkamanum. Gangi þér vel.