Lágkolvetna matarræði

08.10.2018

Góðan daginn. Mig langaði að fotvitnast með lágkolvetna matarræði og meðgöngu. Er sjálf mjög vön því svona venjulega og langar til að halda áfram a meðgöngunni. Er einhver sem getur frætt mann á því eða vitað um einhvern sem hefur prófað það á meðgöngu? :)

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að ræða mataræði við ljósmóðurina þína í meðgönguverndinni. ÞAð er mælt með því að borða úr 0llum fæðuflokkum á meðgöngu. Hins vegar er alveg sjálfssagt mál að draga úr kolvetna áti með því að forðast kex, nammi, hvítt brauð og pasta t.d. Hér má nálgast upplýinsgar um mat á meðgöngu.