Agave sýròp à meðgöngu

09.10.2018

Sælar, Ég gerði hràköku með agave sýròpi og borðaði svolìtið af henni. Àkvað svo að pròfa að googla hvort það væri ekki örugglega öruggt. Nùna er ég með svakalegar àhyggjur þar sem allt sem kemur upp segir að agave geti valdið fòsturmissi og skaða og bara allskonar! Er ekki ì lagi að borða það à meðgöngu? Er komin rétt rùmar 25 vikur...

Heil og sæl, við höfum ekki fundið neinar öruggar heimildir fyrir því að ekki eigi að nota Agave sýrop á meðgöngu en heldur ekki að það sé í lagi. Við getum því ekki svarað þessu með öruggri vissu því miður en það má benda á að engar viðvaranir eru á vörunni um að hún sé skaðleg barnshafandi konum, en viðvarandir af því tagi ættu að vera á umbúðum ef að agave sýróp væri eins hættulegt fóstri og þú hefur lesið um. Gangi þér vel.