Kaldur sviti

10.10.2018

Ég er með eina 10-11vikna stelpu sem hefur frá því hún fæddist alltaf verið með svo kalt, svalt ennið þegar hún sefur, er einhver ástæða fyrir því? Henni er heitt a eyrunum og hausnum, bara ennið sem verður svona kalt og svalt... gleymi alltaf að spurja um þetta í ungbarnaverndinni þegar hún er í skoðun..

Heil og sæl, ef þetta er eina einkenni hennar og hún dafnar, þroskast og þyngist vel þá er ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur. Þú skalt samt minnast á þetta þegar þú ferð með hana í 12 vikna skoðun. Gangi þér vel.