Hvenær hættir að koma mjólk?

12.10.2018

Hæ og takk fyrir frábæran vef. Er að velta fyrir mér, nú hætti sonur minn á brjósti fyrir um 3 - 4 vikum síðan en ég er enn með mjólk í brjóstunum. Hvenær má ég búast við því að mjólkin fari? Þarf ég að gera eitthvað til þess að losna við hana eða fer hún bara á endanum :) ?

Heil og sæl, það er ansi lengi hægt að kreista fram mjólk. Svolítið einstaklingsbundið hvernær hún er alveg farin. Yfirleitt þarf ekki að grípa til neinna aðgerða til að losna við þetta. Gangi þér vel.