Neikvætt próf en ekkert að frétta

17.10.2018

Hæhæ, ég átti að byrja á blæðingum fyrir 14 dögum síðan. Aðeins meira en viku áður en ég átti að byrja var ég að fá túrverki og eru þeir búnir að koma upp annað slagið síðan þá. Mér verður óglatt annað slagið og mér líður alltaf eins og það sé að byrja að blæða eða jafnvel byrjað en svo fer ég á klósettið og það er ekkert. Ég prófaði að taka eitt óléttupróf þegar ég var sein um 5 daga en það var neikvætt. Ætti ég að taka annað próf?

Heil og sæl, ef engar blæðingar gera vart við sig þá getur þú endutekið þungunarprófið eftir eina til tvær vikur. Gangi þér vel.