Flensusprauta með barn á brjósti

20.10.2018

Sælar, Er óhætt að fá flensusprautu þegar kona er með barn á brjósti? Barnið er 5 vikna og eingöngu á brjósti. Berst bóluefnið í brjóstamjólkina? Getur bóluefnið haft einhver áhrif á barnið?

Heil og sæl, jú það er í lagi. Í sumum tilfellum eru börn bólusett við influensu þannig að þau mega fá bóluefnið.  Gangi þér vel.