blæðingar

20.10.2018

Langar að fa að vita um þessar blæðingar hja mer. hef eiginlega mina alla ævi verið á óregleglum blæðingum en þetta árið hef ég verið eins og klukka og verið alltaf bara 2 til 3 daga a túr. en núna bara eiginlega 1 sólarhring a blæðingum og er það eitthvað sem heitir eðlilegt ? eða ætti ég að fara kannski taka óléttupróf ? ég og kalllinn minn erum buin að reyna eignast 3 barnið síðan í feb á þessu ári og hef allltaf fengið neikvætt óléttupróf en ætti ég kannski gera það nuna ? en aftur á móti er þetta eðlilegt og lenda allt í einu 1 dag á túr.

Heil og sæl, það er ekkert sem bendir til þess að þú sért þunguð. Ef þú hefur áhyggjur af blæðinga munstri þínu ráðlegg ég þér að hafa samband við kvensjúkdómalækni. Gangi þér vel.