Lykkjan

22.10.2018

Vildi athuga hvort að það væri möguleiki að lykkjan gæti færst til í kynlífi eða hreinlega bara dottið út, finnst alltaf eins og hún muni losna útaf þráðunum Fyrirfram þakkir!

Heil og sæl, það er hugsanlegur möguleiki að lykkjan færist til eða sígi niður. Það gerist oftast fljótlega eftir að hún er sett upp. Það er auðvelt að þreyfa eftir henni með fingrunum. Þú átt ekki að finna neitt af henni nema þræðina sem ná örlítið niður úr leghálsopinu. Gangi þér vel.