Spurt og svarað

26. október 2018

Alltaf ósáttur eftir gjöf

Sælar og takk fyrir góðan vef Ég er með þriggja mánaða dreng sem virðist aldrei verða almennilega saddur. Hann hefur frá upphafi haft mjög litla þolinmæði gagnvart brjóstinu, sýgur smá og kvartar/öskrar svo til skiptis þar til losunarviðbragðið kemur en þá verður hann rólegur og drekkur af áfergju. Þegar hægist á flæðinu aftur verður hann mjög ósáttur. Mér hefur verið sagt að leyfa honum bara að liggja á brjóstinu og sjúga til að auka mjólkina, en málið er að hann hefur aldrei viljað það, verður bara mjög ósáttur ef ég reyni þetta. Hef reynt að setja heitan bakstur á brjóstin fyrir gjöf, drekka malt, borða hafragraut á hverjum degi, drekka mjólkuraukandi te og fleira. Hann fæddist stór (4270 g) og þyngist vel (orðinn 6650 g). Við höfum prófað að gefa honum pela eftir gjöf, þá með brjóstamjólk eða nan-1, en mér gengur illa að pumpa og næ oft ekki nema örfáum ml í einu. Hann drekkur alltaf úr báðum brjóstum áður en hann fær pelann, en þegar hann er búinn með pelann sem er yfirleitt með 80 ml þá er hann ennþá ósáttur, hef reynt að gefa honum alveg fullan pela sem eru 160 ml og hann drakk það líka allt saman (eftir að hafa drukkið úr báðum brjóstum). Hjúkrunarfræðingurinn okkar í ungbarnaeftirlitinu sagði okkur að prófa að gefa honum bara þangað til að hann vill ekki meir en ég veit ekki hvað ég á að þora að gefa honum mikið. Ég vil líka helst hafa hann sem mest og lengst á brjósti og er hrædd um að hann færist alfarið yfir á pelann ef hann fer að fá pela oft yfir daginn, en ég vil sjálfsögðu mest af öllu að strákurinn minn sé saddur og líði vel. Hann gubbar næstum aldrei eftir gjöf, ropar bara og verður ósáttur en huggast ef hann fær snuð og við göngum um með hann en vill svo drekka fljótlega aftur. Hann hefur verið að hafa hægðir mun sjaldnar, var alltaf einu sinni á dag en nú bara einu sinni í viku. Hann er líka farinn að vakna oftar á nóttunni og þá er ekki hægt að hugga hann öðruvísi en að gefa honum að drekka. Ég get ekki vitað hvað hann er að fá mikla brjóstamjólk, getur verið að hann sé að fá alltof lítið og nái aldrei að verða saddur þó að hann þyngist ágætlega?

Heil og sæl, besti mælikvarðinn á hvort að hann er að fá nóg er að vigta hann og fylgjast með því hvort hann pissar vel. Stundum liggja aðrar ástæður að baki þess að barn er órólegt. Ég ráðlegg þér að fá ungbarnaverndina til að meta barnið betur með þér. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.