Spurt og svarað

11. janúar 2008

Svimaköst og höfuðverkur, komin tæpar 14 vikur

Sælar og takk fyrir góðan vef.

Ég er komin tæpar 14 vikur og núna síðustu viku hef ég fengið þessi svakalega svimaköst sem geta tekið dálítið langan tíma. Þau koma kannski á 15-30 mínútna fresti í um 2 klukkutíma, hef verið með smá suð og hellu í eyranu og kemur skrítin tilfinning í eyrun þegar sviminn kemur. Svo fór ég að fá hausverki með og alveg dúndrandi, álíka og mígreni (var með það sem krakki) hausverkurinn var í 1 sólahring og hefur verið hausverkjaseyðingur eftir það í nokkra daga. Ég hringdi í ljósmóðurina og í blóðprufunum sem voru teknar um daginn komu allar mjög vel út, fín í járni. Hún benti mér á að þetta gæti verið blóðsykurinn og að ég ætti að passa mig að borða oftar, sem og ég hef gert.

Þá kemur spurningin, þegar þessi svimi kemur fæ ég mér strax að borða, ef þetta væri blóðsykurinn ætti sviminn ekki að hætta strax?

Ef þetta er ekki blóðsykurinn hvað getur þetta verið þá?

Með fyrirfram kveðju og von um skjót svör, Ragga.


Sæl Ragga og takk fyrir að leita til okkar!

Ég er ekki viss um hvað er hér á ferðinni. Getur verið að blóðþrýstingurinn þinn sé of lágur? Getur verið að þú drekkir ekki nægan vökva? Ef þetta heldur áfram þá ættir þú að panta aukaskoðun hjá ljósmóðurinni þinni eða tíma hjá heimilislækni því þetta er ekki eðlilegur fylgikvilli meðgöngunnar.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
11. janúar 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.